Um bílasöluna

Höldur bílasala Þórsstíg 2 Akureyri

Bílasala Hölds selur nýja og notaða bíla í öllum verðflokkum og af mörgum stærðum og gerðum.

Höldur er sölu- og þjónustuaðili á norðurlandi fyrir bílaumboðin Heklu og Öskju. Við bjóðum upp á úrval nýrra bíla frá fjölmörgum framleiðendum, til að mynda Audi, Honda, Kia, Mercedes-Benz, Mitsubishi, Ora, Smart, Skoda, og Volkswagen.

Skoðaðu söluskrá okkar og hafðu samband ef þú ert í bílahugleiðingum. Hvort sem þú ert að velta fyrir þér að kaupa bíl, selja bíl eða langar að kanna með bílaskipti. Útisvæðið er rúmgott og aðstaðan öll með góðu aðgengi.

Sölumenn taka vel á móti þér að Þórsstíg 2 á Akureyri. Þeir þekkja sitt fag og eru boðnir og búnir að veita úrvals ráðgjöf og þjónustu varðandi allt sem snýr að bílaviðskiptum og fjármögnunarleiðum.


Traust í bílaviðskiptum síðan 1974

Höldur ehf. - Bílasala

Kennitala: 651174-0239 • VSK nr: 14550 • Banki: 0302-26-131

Heimilsfang: Þórsstíg 2, 600 Akureyri.

Sími 461 6020  •  Netfang: bilasala@holdur.is

 

Sjá staðsetningu á korti

 

Félagið var með leyfi til að reka verslun eða umboðssölu með notuð ökutæki áður en leyfisskyldu var aflétt.
Útgefandi leyfis: Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Dagsetning leyfis: 6.6.2018

Höldur er aðili að Bílgreinasambandinu.
Höldur er aðili að Bílgreinasambandinu.