Kia EV6 frumsýning á Akureyri 18.-20. nóvember

Fréttir

Kia EV6 frumsýning á Akureyri 18.-20. nóvember

d.m.Y 2021

Nýr 100% rafknúinn Kia EV6 táknar nýtt upphaf á vegferð okkar inn í sjálfbærari framtíð. 

Kia EV6 rafbíll er með 528 km drægni samkvæmt WLTP staðli. EV6 er aflmikill rafbíll og hægt er að velja um 170 og 325 hestafla rafmótor. Hægt er að hlaða bílinn allt að 80% hleðslu á aðeins 18 mínútum og ná hleðslu sem dugar allt að 100 km á innan við fjórum og hálfri mínútu. EV6 er í boði bæði aftur- og fjórhjóladrifinn.

Við bjóðum þér á frumsýningu á EV6 dagana 18.–20. nóvember hjá bílasölu Hölds, Þórsstíg 2 Akureyri. Opið verður 9-17 frá fimmtudegi til föstudags og 12-14 laugardaginn 20. nóvember.